Norska kvennalandsliðið tapaði gegn Svíum í fyrsta leik liðsins handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum og norskir fjölmiðlar spara ekki stóru orðin. Norðmenn höfðu ekki tapað fyrir Svíum á stórmóti í sex ár.
Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið sem glutraði niður fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik og tapaði að lokum 32:28. Frammistaða liðsins á lokakafla leiksins kom fjölmiðlum á óvart.
„Martraðarbyrjun fyrir Noreg, hrun og krísutap“ skrifar VG Norge og TV2 kallar tapið „fíaskó“.
Norðmenn mæta Dönum á sunnudag.