Argentína sigraði Írak, 3:1, í 2. umferð knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í París í dag.
Liðin áttust við á heimavelli Lyon í samnefndri borg en Argentína tapaði óvænt fyrir Marokkó í fyrsta leik sínum. Írak vann aftur á móti Úkraínu. '
Mörk Argentínu skoruðu Thiago Almada, Luciano Gondou og Ignacio Fernandez. Mark Írak skoraði Ayman Hussein.
Argentína mætir Úkraínu í lokaumferð riðilsins en Írak mætir Marokkó.
Spánverjar eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki en spænska liðið vann Dóminíska lýðveldið, 3:1, í Bordeaux.
Fermín Lopez. Álex Baena og Miguel Gutiérrez skoruðu mörk Spánverja en Angel Montes De Oca skoraði mark Dóminíska lýðveldisins.
Egyptaland og Úsbekistan eru einnig í riðlinum en Spánn mætir Egyptum í síðustu umferðinni og Dóminíska lýðveldið mætir Úsbekistan.