Bandaríska fimleikakonan Simone Biles hefur sótt um að fá nýja æfingu nefnda eftir sér á ÓLympíuleikunum í París en hún á nú þegar fimm slíkar æfingar.
Æfingar eru nefndar í höfuðið á fyrsta einstaklingnum sem framkvæmir æfingu á stórmóti án mikilla galla eða falls
Þessi er framkvæmd á tvíslá en Biles mun fara hring í kringum tvíslána beint fara upp í handstöðu og snúa einn og hálfan hring (540 gráður) sem er útfærsla af æfingu sem er nefnd eftir Wilhelm Weiler sem Biles hefur oft framkvæmt.
Það eru þegar tvær æfingar á gólfi, afstökk á slá og tvö stökk nefnd í höfuðið á henni í dómarabókinni.
Biles og bandaríska liðið keppir í undankeppni í fjölþraut kvenna klukkan 9:40 að íslenskum tíma á morgun.