Þjóðverjinn Lukas Martens er Ólympíumeistari í 400 metra skriðsundi eftir að hafa komið fyrstu í mark í París í Frakklandi í dag.
Martens vann með yfirburðum en annar í mark var Elijah Winnington frá Ástralíu og sá þriðji Kim Woo-min frá Suður-Kóreu.
Þetta voru fyrstu gullverðlaun Þjóðverja á þessum Ólympíuleikum.