Harris nartar í hælana á Trump

Harris hefur saxað á forskotið sem Trump hafði á Biden.
Harris hefur saxað á forskotið sem Trump hafði á Biden. Samsett mynd/AFP/Brendan Smialowski/Patrick T. Fallon

Nýj­ustu kann­an­ir benda til þess að Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, sé með naumt for­skot á Kamölu Harris, vænt­an­leg­an for­setafram­bjóðanda demó­krata.

Í könn­un Wall Street Journal (WSJ) sem birt­ist í gær mæl­ist Trump með 49% fylgi og Kamala Harris með 47% fylgi.

Í byrj­un mánaðar þá mæld­ist Trump með sex pró­sentu­stiga for­skot á Biden í könn­un WSJ og því Harris búin að saxa veru­lega á for­skotið sem Trump hafði á Biden. 

50% ósátt­ir með störf Harris 

Sam­kvæmt könn­unni þá mæl­ist Harris með meira fylgi meðal fólks yngra en 30 ára en Biden var að mæl­ast með. At­hygli vek­ur þó að hún mæl­ist samt með minna fylgi meðal þess ald­urs­hóps en Biden fékk upp úr kjör­köss­un­um árið 2020.

51% svar­enda voru sátt­ir með störf Trumps þegar hann var for­seti frá 2017-2021 á sama tíma og 48% sögðust hafa verið ósátt­ir með störf hans.

Kamala Harris fékk verri niður­stöðu en 41% svar­enda sögðust sátt­ir við störf henn­ar sem vara­for­seti og 50% sögðust ósátt­ir.

Harris treyst bet­ur með mál­efni fóst­ur­eyðinga

Fleiri svar­end­ur treystu Kamölu Harris en Trump til að sjá um mál­efni fóst­ur­eyðinga á sama tíma og fleiri svar­end­ur treystu Trump fram yfir Harris til að sjá um hag­kerfið, ut­an­rík­is­mál, inn­flytj­enda­mál og að taka á glæp­um.

RealC­le­ar Politics (RCP) tek­ur sam­an meðaltal kann­ana og sam­kvæmt RCP þá er Trump með 1,7% for­skot á Harris á landsvísu að meðaltali.

Gerðar hafa verið átta kann­an­ir á landsvísu sem RCP tek­ur með í reikn­ing­inn síðan að Harris fór í fram­boð og Harris mæl­ist með meira fylgi en Trump í tveim­ur af þeim.

Dag­inn sem Trump mætti Biden í kapp­ræðunum á CNN, 27. júní, þá mæld­ist Trump með 1,5% for­skot á Biden.

Dag­inn sem Biden dró fram­boð sitt til baka, 21. júlí, þá mæld­ist Trump með 3,1% for­skot á Biden.

RCP

mbl.is