Huang Yuting og Sheng Lihao, frá Kína, hrepptu fyrstu gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í París í dag.
Þau kepptu í 10 metra skotfimi í blönduðum liðum og fengu medalíuna í morgun en þau eru nú tvöfaldir Ólympíumeistarar. Þau unnu Keum Jii-hyeon og Park Ha-Jun í úrslitum en þau fengu fyrstu silfurverðlaunin.
Kasakstan fékk fyrstu medalíu mótsins en það voru bronsmedalíur í sömu íþrótt. Alexandra Le og Islam Satpayev lentu í þriðja sæti en þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 síðan landið vinnur til verðlauna í skotfimi.