Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn út í ána Signu á setningarathöfn Ólympíuleikana í París í gærkvöldi.
Tamberi er heimsmeistari sem og gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum en hann er giftur Chiaru Bontempi Tamberi.
Tamberi var fánaberi Ítalíu og þegar hann veifaði fánanum niður Signu rann hringurinn af fingri hans.
Tamberi bað konuna sína síðar afsökunar á Instagram-síðu sinni.
Tamberi reyndi sitt besta að gera atvikið rómantísk og stakk upp á því að henda einnig hring Chariu til að þau geti gifst aftur.
„Ef að svo var að ég þyrfti að missa þennan hring, gæti ég ekki ímyndað mér betri stað.
Við ættum einnig að henda þínum hring út í ána og þá verða þeir saman þar að eilífu.“
Chiara tók vel í kveðjuna en hún svaraði að aðeins hann gæti breytt þessu atviki í eitthvað rómantískt.