Karlalandslið Noregs í handknattleik hafði betur gegn Argentínu, 36:31, í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í handknattleik í París í dag.
Norðmenn og Argentínumenn eru með Dönum, Egyptum, Frökkum og Ungverjalandi í riðli en Egyptaland vann Ungverjaland, 35:32 í morgun.
Tobias Gröndahl var markahæstur í liði Norðmanna en hann skoraði átta mörk. Haralh Reinkind skoraði sex og stjarnan Sander Sagosen þrjú mörk.
Norðmenn mæta Frökkum í næsta leik en Argentína mætir Ungverjalandi.