Karlalandslið Kanada í körfubolta vann sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í París þegar að þjóðin tók á móti Grikklandi.
Leikar enduðu 86:79 fyrir Kanada en gríska undrið Giannis Antetokounmpo átti stórleik.
Hann skoraði 34 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
Hjá Kanada skoraði R.J. Barrett mest eða 23 stig. Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Shai Gilgeous-Alexander skoraði þá 21 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Kanada.
Ástralía og Spánn eru með Kanada og Grikklandi í A-riðli Ólympíuleikana. Kanada mætir Ástralíu næst og Grikkland Spáni.