Stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna vann öruggan sigur á Nikola Jokic og félögum í Serbíu í fyrsta leik sínum í körfuknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París í dag, 110:84.
Kevin Durant lét mikið að sér kveða á þeim 17 mínútum sem hann spilaði og var stigahæstur Bandaríkjamanna með 23 stig. LeBron James var með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst Jrue Holiday skoraði 15 stig og Devin Booker 12
Jokic var í aðalhlutverki hjá Serbum með 20 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 14, stig og Ognjen Dobric 13.
Fyrr í dag vann Suður-Súdan sigur á Púertó Ríkó í sama riðli, 90:79.