Ítalinn Nicolo Martinenghi varð ólympíumeistari í 100 metra bringusundi í París í kvöld.
Anton Sveinn McKee endaði í 25. sæti í keppninni og komst ekki í undanúrslit.
Mjög svo litlu mátti muna á Martinenghi og Bretanum Adam Peaty og Bandaríkjamanninum Nic Fink en þeir enduðu saman í öðru sætinu.
Martinhenghi kom í mark á tímanum 59,03 sekúndur en Peaty og Fink komu í mark á tímanum 59,05 sekúndur, eða tveimur sekúndubrotum síðar.
Fjórði varð Þjóðverjinn Melvin Imoudu og fimmti landi hans Lucas Matzerath.