Kvennalandslið Kanada í knattspyrnu á enn séns á að komast upp úr A-riðlinum á Ólympíuleikunum í París eftir magnaðan sigur á Frakklandi, 2:1, í kvöld.
Leikið var í Saint-Étinne en sex stig voru dregin af kanadíska landsliðinu fyrir leikinn vegna njósna þess á æfingu Nýja-Sjáland fyrir fyrstu umferð Ólympíuleikana.
Bev Priestman þjálfari liðsins var send heim og sett í ársbann frá fótbolta.
Kanada vann Nýja-Sjáland í fyrsta leik og var því með -3 stig fyrir leikinn gegn Frökkum.
Nú er landsliðið með 0 stig og kemst áfram með sigri á Kólumbíu í síðustu umferð.
Marie-Anotinette Katoto kom Frakklandi yfir á 42. mínútu leiksins.
Jessie Felming jafnaði metin á 58. mínútu og á tólftu mínútu uppbótartíma síðari hálfleiksins skoraði Vanvessa Gilles sigurmark Kanada og hélt ólympíudrauminum á lofti.
Eyjakonan Cloe Lacassesat þá allan tímann á varamannabekknum en hún byrjaði síðasta leik gegn Nýja-Sjálandi og skoraði. Ekki er vitað af hverju hún spilaði ekkert.