Lið Þóris svaraði fyrir sig

Þórir Hergeirsson í leiknum í dag.
Þórir Hergeirsson í leiknum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvennalandslið Noregs svaraði fyrir sig á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Danmörku, 27:18, í A-riðlinum í dag. Þórir Hergeirsson er þjálfari norska liðsins. 

Ásamt Noregi og Danmörku eru Svíþjóð, Slóvenía, Suður-Kórea og Þýskaland í A-riðlinum. 

Norska landsliðið tapaði nefnilega fyrir Svíum í fyrsta leik, 32:28, og varð allt vitlaust þarlendis. 

Þórir Hergeirsson fagnar vel í dag
Þórir Hergeirsson fagnar vel í dag mbl.is/Kristinn Magnússon

Norska liðið komst í 11:2 í fyrri hálfleik en Danir náðu aðeins að laga stöðuna áður en liðin gengu til búningsklefa, 14:8. 

Noregur hélt yfirburðum sínum áfram í seinni hálfleik og vann að lokum níu marka sigur. 

Kari Dale Brattset skoraði sex mörk fyrir norska liðið líkt og Veronica Kristiansen.

Silje Solberg-Oesthassel varði níu skot fyrir Noreg og var með 35% markvörslu. Þá varði liðsfélagi hennar Katrine Lunde sjö af þeim átta skotum sem hún fékk á sig og endaði með 88% markvörslu. 

Norska liðið mætir Suður-Kóreu í næsta leik en Danmörk mætir Svíþjóð. 

mbl.is