Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik, naut stuðnings Íslendinga í stúkunni þegar lið hans lagði Svía að velli í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í París.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, voru á meðal áhorfenda.
Þeir gátu fagnað sætum sigri með Alfreð, sem á sínum tíma lék undir stjórn Jóhanns Inga hjá Essen í Þýskalandi þar sem þeir fögnuðu saman þýska meistaratitlinum.