Heimsmethafinn Thomas Ceccon varð ólympíumeistari í 100 metra baksundi í París í kvöld.
Ceccon, sem er ítalskur, kom í mark á tímanum 52 sekúndur en heimset hans er 51,60 sekúndur.
Kínverjinn Xu Jiayu vann til silfurverðlauna en hann kom í mark á tímanum 52,32 sekúndur og bronsverðlaunin vann Bandaríkjamaðurinn og ólympíumethafinn Ryan Murphy sem kom í mark sjö sekúndubrotum síðar.
Tatjana Smith frá Suður-Afríku varð þá ólympíumeistari í 100 metra bringusundi kvenna.
Hún kom í mark á tímanum 1:05,28 mínútur en hún á einnig ólympíumetið.
Önnur varð Qianting Tang frá Kína sem kom í mark á tímanum 1:05,54 mínútur.
Mona McSharry frá Írlandi varð þriðja á tímanum 1:05,59 mínútur.