Sjónvarpsmaðurinn Bob Ballard hefur verið sendur heim af vinnuveitendum sínum á Eurosport fyrir ummæli sín um sundkonur í beinni útsendingu af Ólympíuleikunum í París.
Ballard hafði lýst 4x100 metra boðsundi kvenna þar sem ástralska sveitin tryggði sér gull þegar hann lét eftirfarandi ummæli falla:
„Jæja þá eru konurnar að klára. Þið vitið hvernig konur eru, þær láta bíða eftir sér á meðan þær mála sig.“
Eurosport brást við og sendi Ballard heim eftir að ummælin fóru í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu stöðvarinnar er tekið fram að ummælin hafi verið óviðeigandi og Ballard muni ekki vinna fyrir Eurosport á Ólympíuleikunum.