Þjóðverjar sigruðu Japani með ellefu mörkum, 37:26 í handbolta karla á Ólympíuleikunum en leiknum er nýlokið. Þjóðverjar skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins og Japanir sáu aldrei til sólar.
Staðan í hálfleik var 21:10, Þjóðverjum í vil en mest komust þeir í tólf marka forskot í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var svipað ójafn en mesti munurinn fór upp í fjórtán mörk, 28:14.
Renars Uscins skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum og Juri Knorr bætti við sex í annars jöfnu liði Þýskalands. Andreas Wolff varði sjö skot af sautján fengnum á sig á 29 mínútum.
Naoki Fujisaka skoraði sex mörk fyrir Japan og Hiroti Motoki fimm.