Anton Sveinn McKee er kominn í undanúrslit í 200 metra bringusundi en hann synti á tímanum 2:10,36 og hafnaði í fjórða sæti í undanriðlinum.
Anton átti níunda besti tíma undanriðlana og fór sannfærandi áfram. Undanúrslitin fara fram í kvöld.
200 metra bringusund er aðalgrein Antons og á hann á Íslandsmetið, 2:08,74.
Heimsmethafinn frá Kína, Qin Haiyang varð sjötti í sama riðli á tímanum 2:10,98 og skreið inn í undanúrslit í fimmtánda sæti af sextán.