Cooper verður ekki varaforsetaefni Harris

Cooper styður Harris.
Cooper styður Harris. AFP/Getty Images/Sean Rayford

Roy Cooper, rík­is­stjóri Norður-Karólínu, sæk­ist ekki eft­ir því að verða vara­for­seta­efni Kamölu Harris, vara­for­seta Banda­ríkj­anna sem sæk­ist eft­ir því að verða for­setafram­bjóðandi demó­krata. 

Þessu grein­ir hann frá í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Cooper var á meðal þeirra sem stjórn­mála­spek­ing­ar töldu lík­leg­an til að verða fyr­ir val­inu hjá Harris.

Í yf­ir­lýs­ingu sinni seg­ir Cooper að hann styðji fram­boð Harris. Það sé heiður að hann hafi verið íhugaður sem vara­for­seta­efni. Hins veg­ar sé þetta hvorki rétti tím­inn fyr­ir Norður-Karólínu né hann sjálf­an til að fara í fram­boð með Harris.

mbl.is