Brimbrettakeppni Ólympíuleikanna fer fram við strendur Tahítí í frönsku Pólýnesíu, sextán þúsund kílómetrum frá París. Ljósmyndarinn Jerome Brouillet náði ótrúlegri ljósmynd af Brasilíumanninum Gabriel Medina í gær.
Medina setti Ólympíumet þegar hann fék 9,90 í einkunn af 10 mögulegum fyrir kúnstir sínar á brettinu. Þegar tilraun hans lauk lenti hann á stórri öldu sem kastaði honum upp í loftið en í gleði sinni yfir vel heppnaðri tilraun fagnaði Medina í háloftunum áður en hann skall í sjóinn.
Brouillet náði mynd af Medina á hæsta punkti og hefur myndin vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum.