Spánverjar töpuðu mjög óvænt fyrir Egyptum, 2:1, í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í París í dag.
Liðin áttust við í Bordeaux en með sigrinum vinnur Egyptaland riðilinn með sjö stig. Spánverjar fylgja í öðru sæti með sex stig en Úsbekistan og Dóminíska lýðveldið eru á leiðinni heim.
Ibrahim Adel skoraði bæði mörk Egypta en þau komu á 40. og 62. mínútu leiksins.
Samuel Omorodion minnkaði muninn fyrir Spánverja undir lok leiks og þar við sat.