Sannfærandi sigur Noregs

Shin Jinmi fær óblíðar móttökur frá Nora Mörk í dag
Shin Jinmi fær óblíðar móttökur frá Nora Mörk í dag AFP/Damien Meyer

Norska kvennalandsliðið lagði Suður-Kóreu með sex mörkum, 26:20, í handknattleikskeppni Ólympíuleikana í París nú í morgun.

Besta handboltakona heims, Henny Reistad, sneri aftur í lið Noregs og skoraði fjögur mörk úr níu skotum en hún hefur verið meidd að undanförnu.

Stine Ruscetta skoraði fimm mörk og var markahæst í norska liðinu en Eun Hee Ryu var markahæst í liði Suður-Kóreu með sex mörk.

Þórir Hergeirsson í leik dagsins
Þórir Hergeirsson í leik dagsins AFP/Damien Meyer
mbl.is