Snæfríður Sól Jórunnardóttir lenti í sjötta sæti í þriðja undanriðli Ólympíuleikana í 100 metra skriðsundi kvenna í París, hársbreidd frá Íslandsmeti. Snæfríður synti á 54,84 sekúndum.
Sterkasta grein Snæfríðar er 200 metra skriðsundið en hún lenti í fimmtánda sæti og komst í undanúrslit í þeirri grein.
Snæfríður Sól á Íslandsmetið í 100 metra skriðsundi, 54,74 sekúndur, sem var fyrirfram tuttugasti besti tími keppanda í greininni.
Snæfríður varð nítjánda og komst ekki í undanúrslit en sextán hröðustu keppendurnir úr undanriðlunum fjórum fara áfram.