Spánverjar höfðu betur gegn Grikkjum í stórskemmtilegum körfuboltaleik á Ólympíuleikunum í París í morgun. Lokatölur urðu 84:77.
Santi Aldama skoraði nítján stig og tók tíu fráköst fyrir Spán og gamla brýnið Serio Llull skoraði þrettán og gaf sex stoðsendingar.
Í liði Grikkja var stórstjarnan Giannis Antetekoumnpo atkvæðamestur með 27 stig og ellefu fráköst og Vassilis Toliopo skoraði fjórtán stig.