Frakkland og Argentína mætast í stórleik átta liða úrslita knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í París.
Frakkar unnu Nýja-Sjáland, 3:0, í kvöld og þar með A-riðilinn. Argentína vann Úkraínu, 2:0, en Marokkó vann Írak, 3:0, og vinnur þar með B-riðilinn.
Marokkó mætir Bandaríkjunum í átta liða úrslitum.
Spánverjar mæta þá Japan en Egyptaland mætir Paragvæ.
Leikirnir fara fram föstudaginn annan ágúst.