Þjóðverjar gengu yfir Slóvena

Leikmenn þýska liðsins fagna sigrinum í dag
Leikmenn þýska liðsins fagna sigrinum í dag AFP/Damien Meyer

Þýskaland vann Slóveníu 41:22 í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í morgun. Þjóðverjar leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 16:9.

Þýska liðið hljóp yfir Slóvenana í síðari hálfleik og munurinn fór mest upp í sautján mörk, 35:18. 

Annika Lott og Xenia Smits skorauðu sjö mörk hvor en Lott var að auki með sjö stoðsendingar, sannkallaður stórleikur hjá skyttunni. Ana Gros var markahæst Slóvena með sex mörk.

mbl.is