Þórir endurheimtir þá bestu

Henny Reistad snýr aftur í dag
Henny Reistad snýr aftur í dag AFP/Jonathan Nackstrand

Henny Reistad snýr aftur á völlinn í dag eftir ökklameiðsli þegar Noregur mætir Suður-Kóreu í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. 

Tvísýnt var með þáttöku hennar í riðlakeppninni en Reistad meiddist í æfingaleik tíu dögum fyrir mót. Reistad var valin besti leikmaður síðustu tveggja stórmóta.

Norðmenn töpuðu illa fyrir Svíum í fyrsta leik mótsins en unnu stórsigur á Dönum á sunnudaginn. Noregur mætir Suður-Kóreu klukkan 9:00 í dag.

mbl.is