Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum í dag en hún er á meðal þátttakenda í þríþraut í miðborg Parísar í dag.
Mikil óvissa hefur ríkt með keppni Eddu vegna mengunar í ánni Signu þar sem sundhluti keppninnar fer fram. Rigningar síðustu daga hafa lítið hjálpað.
Eftir fund í nótt hefur verið ákveðið að keppnin fari fram samkvæmt áætlun og hefjist klukkan 6 að íslenskum tíma.
Keppnin í karlaflokki átti að fara fram í gær en var frestað vegna mengunar í Signu, en hún fer fram strax að lokinni keppni í kvennaflokki.