Verið er að leggja lokhönd á undirbúning hátíðarinnar Síldarævintýrið á Siglufirði sem verður haldin um verslunarmannahelgina. Bruggverksmiðjan Segull 67 mun efna til bjórleika, þar sem keppt verður í alls konar þrautum samhliða bjórdrykkju.
Þórarinn Hannesson, einn aðstandenda ævintýrisins, segir hátíðina miða að fjölskyldum en að nóg verði um dansleiki og skemmtanir fram á nótt.
„Markmiðið er að kynna hvað Siglufjörður hefur upp á bjóða í menningu, mat og drykk og nær eingöngu heimafólk mun sjá um skemmtunina,“ segir Þórarinn.
Hann segir Sildarævintýrið vera fjölskylduhátíð en að nóg verði um skemmtanir fram á nótt og að sjálfsögðu verður síldin í hávegum höfð.
„Síldin er auðvitað alltaf nálægt, enda Síldarævintýri, þannig það verða söltunarsýningar, dansað á bryggjunni og síldarslagararnir munu hljóma um götur og torg.“
Bruggverksmiðjan Segull 67 hefur staðið að árlegum bjórleikum síðustu ár, þar sem keppt í alls konar þrautum samhliða bjórdrykkju.
Síldarævintýrið er haldið að þessu sinni í þrítugasta sinn þó hátíðin eigi rætur sínar að rekja aftur í tímann um 35 ár og segir Þórarinn hana hafa verið fyrirmynd annara bæjarhátíða á sínum tíma.
Hann segir dagskrána í ár vera með hefðbundnu sniði þó hún sé veglegri í ár en árin áður.
„Þetta verða fleiri og stærri viðburðir í ár í tilefni þess að verið er að halda hana í þrítugasta skiptið.“