Tilfinningarússíbani fylgir því að búa í litlu samfélagi

Lagið Islandbois er fyrsta stóra samstarfsverkefni Indriði Arnars Ingólfssonar og …
Lagið Islandbois er fyrsta stóra samstarfsverkefni Indriði Arnars Ingólfssonar og Jóhönnu Rakelar Jónasdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Tón­list­ar- og mynd­listar­fólkið Jó­hanna Rakel Jón­as­dótt­ir, einnig þekkt und­ir lista­manns­nafn­inu Joe­Boxer, og Indriði Arn­ar Ing­ólfs­son, bet­ur þekkt­ur sem In3dee, gefa út fyrsta lagið sitt sam­an sem heit­ir Island­bo­is á morg­un 2. ág­úst í sam­starfi við bbbbbb Records. 

Þessi sum­ars­mell­ur mun taka hlust­end­ur í drama­tískt ferðalag einmana leiðsögu­manns sem þráir ást­ina. Hann fer á sveitt­ustu staði lands­ins og á flott­ustu bar­ina en kemst að því að hann verður að kom­ast burt af eyj­unni. 

Það kem­ur því ekki á óvart að Indriði og Jó­hanna segja að lagið sé inn­blásið af því tak­markaða maka­úr­vali sem finnst hér á landi og þeirri ást­arþrá sem all­ir bera inn­an með sér. 

„Lagið varp­ar ljósi á til­finn­inga­rúss­íban­ann sem fylg­ir því að búa í litlu sam­fé­lagi og vilja vera elskað/​ur/​uð,“ segja Indriði og Rakel.

Indriði og Jóhanna eru sammála um að það getur verið …
Indriði og Jó­hanna eru sam­mála um að það get­ur verið til­finn­inga­rúss­íbani að búa í litlu sam­fé­lagi. Ef­laust tengja marg­ir Íslend­ing­ar við það. Ljós­mynd/​Aðsend

Mynd­list­ar­kon­an Krist­ín Helga Rík­arðsdótt­ir gerði tón­list­ar­mynd­band Island­bo­is en hún kom einnig að tón­list­ar­mynd­bandi lags­ins Melt­ing Away sem hljóm­sveit­in Ultraf­l­ex gaf út árið 2022.

Kynnt­ust fyr­ir ára­tug

Þetta er fyrsta stóra sam­starfs­verk­efni Indriða og Jó­hönnu. Þau hafa þekkst í ára­tug og hafa unnið sam­an að ýms­um verk­efn­um í gegn­um tíðina. 

Indriði byrjaði tón­list­ar­fer­il­inn í þung­arokks­hljóm­sveit­inni MUCK. Síðan þá hef­ur hann gefið út tvær breiðskíf­ur und­ir eig­in nafni hjá út­gáfu­fyr­ir­tæk­inu Figur­eig­ht Records. Und­ir lista­manna­nafn­inu In3dee hef­ur hann svo gefið út eina plötu sem heit­ir Mar­grét ásamt nokkr­um smá­skíf­um. Á meðan hef­ur Jó­hanna gefið út marg­ar smá­skíf­ur með hljóm­sveit sinni CY­BER

Indriði og Jó­hanna stefna að því að gera meiri tón­list­arslag­ara í framtíðinni og eru hvergi nærri hætt. 

mbl.is