Bandaríkin tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitunum í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum í Frakklandi með því að sigra Japan í framlengdum leik, 1:0.
Trinity Rodman skoraði sigurmarkið í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar, eftir sendingu frá Crystal Dunn.
Í undanúrslitum leika Bandaríkin við sigurvegarana úr viðureign Kanada og Þýskalands sem mætast síðar í dag.
Í hinum tveimur undanúrslitaleikjunum í dag og kvöld leikur Frakkland við Brasilíu og Spánn mætir Kólumbíu.