Þrír fangaverðir á spítala eftir árás fanga

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir aðstæðurnar sem sköpuðust á Litla-Hrauni í …
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir aðstæðurnar sem sköpuðust á Litla-Hrauni í gær ólíðandi. Samsett mynd

Til átaka kom í fang­els­inu á Litla-Hrauni í gær þegar fangi réðst fyr­ir­vara­laust á fanga­verði með þeim af­leiðing­um að þrír fanga­verðir hlutu al­var­lega áverka og þurftu í kjöl­farið að leita aðhlynn­ing­ar á spít­ala. Vís­ir greindi fyrst frá.

„Fang­inn sem um ræðir neitaði að fara eft­ir ít­rekuðum og lög­mæt­um fyr­ir­mæl­um fanga­varða. Í kjöl­farið réðst hann svo á þá. Þetta voru mjög krefj­andi aðstæður, en starfs­fólkið vann þetta þó með afar fag­leg­um hætti og tókst að yf­ir­buga ein­stak­ling­inn,“ seg­ir Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Hann tel­ur sér­staka ástæðu til þess að hrósa starfs­fólki og stjórn­end­um fang­els­is­ins fyr­ir hve fljótt og ör­ugg­lega brugðist var við því ástandi sem skapaðist.

Fang­inn verði vistaður í ein­angr­un

Páll seg­ir að fang­inn verði lát­inn sæta ein­angr­un­ar­vist vegna hegðun­ar­inn­ar, en áhyggju­efni sé að at­vik sem þessi fær­ist sí­fellt í vöxt í fang­els­um á Íslandi.

„Þetta var grafal­var­legt at­vik, en þessi fangi til­heyr­ir ört vax­andi hópi ein­stak­linga inn­an fang­elsis­kerf­is­ins sem hegða sér á óút­reikn­an­leg­an hátt og beita þar að auki of­beldi og hót­un­um gegn starfs­fólki og öðrum föng­um án fyr­ir­vara,“ seg­ir Páll. 

„Það geng­ur ekki í fang­elsis­kerf­inu að fang­ar geti end­ur­tekið beitt of­beldi gegn fanga­vörðum og öðrum. Þetta hef­ur þær af­leiðing­ar að hann hlýt­ur agaviður­lög í formi ein­angr­un­ar, en ef ein­stak­ling­ar ger­ast oft upp­vís­ir að svona hegðun mega þeir bú­ast því að vera vistaðir á ör­ygg­is­gangi um lengri tíma,“ seg­ir Páll og bæt­ir við:

„Í ljósi þess­ar­ar stöðu rek­um við nú tvo ör­ygg­is­ganga þar sem ein­stak­ling­ar sem sýna af sér svona hegðun eru vistaðir, en ef þetta held­ur áfram mun­um við þurfa að ganga harðar til verks, þar sem uppá­kom­ur sem þessi virðast vera að fær­ast í vöxt,“ seg­ir Páll að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina