Kanadamaðurinn Ethan Katzberg tryggði sér í kvöld sinn fyrsta Ólympíumeistaratitil er hann vann sleggjukastkeppnina á Stade de France í París.
Katzberg kastaði lengst 84,12 metra og var með nokkra yfirburði því hann var sá eini sem kastaði lengra en 80 metra. Katzberg varð heimsmeistari í greininni í Búdapest á síðasta ári.
Bence Halasz frá Ungverjalandi varð í öðru sæti með kast upp á 79,93 metra. Mykhaylo Kokhan frá Úkraínu varð þriðji með 79,39 metra kast.