Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler bar sigur úr býtum í golfi á Ólympíuleikunum í París eftir æsispennandi lokahring í dag.
Scheffler, sem er efsti maður heimslistans, átti glæsilegan hring í dag, lék á 62 höggum, níu höggum undir pari. Hann lauk leik á 19 höggum undir pari og lék einu höggi betur en Tommy Fleetwood frá Bretlandi.
Hideki Matsuyama frá Japan og Frakkinn Victor Pérez urðu næstir á 17 og 16 höggum undir pari.
Xander Schauffele, sem vann Opna breska meistaramótið á dögunum, átti slakan lokahring, lék á 73 höggum, og var að lokum ekki nálægt efstu mönnum.