Grand Palais, staðarhaldari fyrir ólympíuviðburði í París, og 40 önnur söfn í Frakklandi, þar á meðal Louvre, urðu fyrir tölvuárás um helgina, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir heimildamönnum innan lögreglu.
Tölvuglæpamenn beindu spjótum sínum að kerfum sem notuð eru til þess að „miðstýra fjárhagslegum gögnum“ hjá ýmsum stofnunum, á laugardagskvöldið.
Tölvuþrjótarnir kröfðust lausnarfjár og hótuðu að gera opinber fjármálagögn hjá stofnunum, en rannsókn stendur yfir.