Stjörnufans á götum Parísar

Þessar stjörnur vilja ekki missa af Ólympíuleikunum.
Þessar stjörnur vilja ekki missa af Ólympíuleikunum. Samsett mynd

Fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur hafa flykkst til Par­ís­ar til að fylgj­ast með stærsta íþróttaviðburði í heimi, Ólymp­íu­leik­un­um. 

Hér má sjá nokk­ur þekkt and­lit sem hafa sést á áhorf­endapöll­un­um síðustu daga. 

Ari­ana Grande

Söng- og leik­kon­an Ari­ana Grande lét sig ekki vanta á Ólymp­íu­leik­ana. Hún mætti á opn­un­ar­hátíðina íklædd bleik­um silkikjól sem var hannaður af Thom Brow­ne. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ari­ana Grande (@ariana­grande)

Cynt­hia Eri­vo

Leik­kon­an Cynt­hia Eri­vo mætti ásamt Grande á opn­un­ar­hátíðina. Þær vin­kon­ur virt­ust skemmta sér drottn­ing­ar­lega. Báðar fara þær með aðal­hlut­verk í kvik­mynd­inni Wicked sem er vænt­an­leg í kvik­mynda­hús þann 22. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Snoop Dogg

Rapp­ar­inn Snoop Dogg hef­ur vakið ómælda at­hygli á Ólymp­íu­leik­un­um. Hann hljóp með ólymp­íu­eld­inn á setn­ing­ar­hátíð leik­anna og hef­ur einnig sinnt hlut­verki íþrótta­lýs­anda fyr­ir banda­rísku sjón­varps­stöðina NBC.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Paris2024 (@paris2024)

John Le­g­end og Chris­sy Teig­en

Stjörnu­hjón­in John Le­g­end og Chris­sy Teig­en ferðuðust til Par­ís­ar ásamt eldri börn­um sín­um tveim­ur, Lunu og Miles. Fjöl­skyld­an mætti á opn­un­ar­hátíð Ólymp­íu­leik­anna. Sást í áhorf­enda­stúk­unni að þau hvöttu fim­leika­stjörn­una Simo­ne Biles og banda­ríska landsliðiðliðið til dáða.

View this post on In­sta­gram

A post shared by John Le­g­end (@johnle­g­end)

Lady Gaga

Eins og marg­ir vita var Lady Gaga með mikið sjón­arspil á setn­ing­ar­hátíðinni en pá­fuglaþemað í tón­list­ar­atriði henn­ar vakti mikla at­hygli. Síðan þá hef­ur hún sést í áhorf­enda­stúk­unni á hinum ýmsu íþróttaviðburðum. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga)

Beyoncé

Stór­stjarn­an Beyoncé er mik­ill aðdá­andi fim­leika­kon­unn­ar Simo­ne Biles og mætti að sjálf­sögðu á staðinn til að hvetja sína konu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)

Nicole Kidm­an og Keith Ur­ban

Stjörnup­arið Nicole Kidm­an og Keith Ur­ban hafa verið að njóta sín í borg ástar­inn­ar. Í síðustu viku birti Kindm­an mynd­band af sér að fylgj­ast með hjóla­bretta­keppn­inni sem fór fram ut­an­dyra ná­lægt mörg­um af helstu kenni­leit­um Par­ís­ar­borg­ar.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Nicole Kidm­an (@nicolekidm­an)

Phar­rell Williams

Banda­ríski söngv­ar­inn Phar­ell Williams fékk einnig þann heiður að bera ólymp­íu­eld­inn, líkt og Snoop Dogg. 

Nick Jon­as

Söng- og leik­ar­inn Nick Jon­as var í glæsi­leg­um jakka­föt­um frá Ralph Lauren á opn­un­ar­hátíðinni. Hann hef­ur reglu­lega sést á áhorf­endapöll­um að styðja banda­ríska sundliðið. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Nick Jon­as (@nickjon­as)

Jessica Chastain

Banda­ríska leik­kon­an Jessica Chastain er stödd í Par­ís um þess­ar mund­ir með börn­in sín tvö en þau hafa verið dug­leg að mæta á áhorf­endap­all­ana og fylgj­ast með hinum ýmsu viðburðum. 

Serena Williams

Tenn­is­goðsögn­in Serena Williams er ekki meðal kepp­enda í ár en fékk þó það mik­il­væga hlut­verk að bera ólymp­íu­eld­inn. Hún er öt­ull stuðnings­maður banda­rísku kepp­end­anna.

Sarah Jessica Par­ker og Jenni­fer Hudson

Stöll­urn­ar Sarah Jessica Par­ker og Jenni­fer Hudson hitt­ust óvænt í Par­ís í síðustu viku. Hudson birti sæta mynd af þeim sam­an á In­sta­gram. Fjöl­skylda Par­ker, eig­inmaður og börn, eru einnig í Par­ís.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jenni­fer Hudson (@iamjhud)

Na­talie Portman

Banda­ríska leik­kon­an Na­talie Portman hef­ur síðustu daga verið að fagna stór­kost­legu íþrótta­fólki á Ólymp­íu­leik­un­um. 

Cel­ine Dion

Kanadíska söng­kon­an Cel­ine Dion heillaði heim­inn með flutn­ingi sín­um á lag­inu L'­hym­ne à l'amour. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Céline Dion (@cel­inedi­on)

El­iza­beth Banks 

Leik­kon­an El­iza­beth Banks seg­ir á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um að það að sjá fyrsta leik banda­ríska kvenna­landsliðsins í blaki sé nú ein af upp­á­halds minn­ing­um henn­ar. Banks birti mynd af sér ásamt leik­kon­unni Leslie Mann og fleir­um á blak­leikn­um. 

mbl.is