Kleini snýr aftur á samfélagsmiðla

Samband Hafdísar og Kleina vakti mikla athygli.
Samband Hafdísar og Kleina vakti mikla athygli. Arnþór Birkisson

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, bet­ur þekkt­ur sem Kleini, hef­ur snúið aft­ur á sam­fé­lags­miðla eft­ir 376 daga hlé. Hann birti stutt mynd­skeið á In­sta­gram þar sem hann til­kynnti um end­ur­kom­una en sagði síðasta ár hafa verið æðis­legt og hann hafi ferðast víða um Evr­ópu.

„376 dag­ar án ykk­ar, oj bara. Nú kipp­um við þessu aft­ur í liðinn, und­ir eins,“ seg­ir hann í mynd­skeiðinu. „Það er margt búið að ske. Held ég sé bú­inn að setja fót­inn í hvert ein­asta land í Evr­ópu og það er búið að vera lux­uri­ously æðis­legt.“ Í kjöl­farið deildi hann myndasyrpu af Evr­ópu-ferðalag­inu.

Kristján er áhrifa­vald­ur og sjó­maður. Hann hef­ur verið áber­andi í fjöl­miðlum síðustu ár ásamt unn­ustu sinni, Haf­dísi Björgu Kristjáns­dótt­ur, einkaþjálf­ara. Kristján sagði fylgj­end­um sín­um fyr­ir um það bil ári síðan að sam­fé­lags­miðlarn­ir væru of tíma­frek­ir. Hann þyrfti því að loka á miðlana til að geta ein­beitt sér að mark­miðum sín­um. Vakti pás­an mikla at­hygli hjá öðrum áhrifa­völd­um. Haf­dís ákvað í kjöl­farið að taka sér hlé frá tímaþjóf­in­um.

mbl.is