Herþjónusta Walz undir smásjá

Þegar frambjóðendur stíga fram á stærsta pólitíska svið veraldar þá …
Þegar frambjóðendur stíga fram á stærsta pólitíska svið veraldar þá er bakgrunnur þeirra skoðaður gaumgæfilega. AFP/Getty Images/Justin Sullivan

24 ára herþjón­usta Tim Walz, vara­for­setafram­bjóðanda demó­krata, í þjóðvarðliði Banda­ríkj­anna er und­ir smá­sjá. Re­públi­kan­ar saka hann um að skreyta sig með stoln­um fjöðrum.

Kosn­ingat­eymi Kamölu Harris for­setafram­bjóðanda deildi á sam­fé­lags­miðlum mynd­skeiði frá ár­inu 2018 þar sem Tim Walz var að tala um strang­ari skot­vopna­lög­gjöf og sagði meðal ann­ars:

„Við get­um séð til þess að þessi stríðsvopn, sem ég bar í stríði, séu aðeins notuð í stríði,“ sagði Walz.

Walz var send­ur með þjóðvarðliðinu í ág­úst 2003 til Vicenza á Ítal­íu, sem hluti af stuðningi við stríð Banda­ríkj­anna í Af­gan­ist­an, að sögn tals­manns þjóðvarðliðsins. Walz hef­ur hins veg­ar aldrei verið á víg­vell­in­um í stríði eins og hann sagði í mynd­skeiðinu.

Associa­ted Press grein­ir frá.

Fór ekki rétt með staðreynd­ir

J.D. Vance, vara­for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, hef­ur skotið á Walz fyr­ir þetta og annað tengt herþjón­ustu Walz.

„Ekki þykj­ast vera eitt­hvað sem þú ert ekki,“ sagði JD Vance á miðviku­dag­inn í Michigan.

„Ég myndi skamm­ast mín ef ég segði að ég hefði logið um herþjón­ustu mína eins og þú.“

Kosn­ingat­eymi Harris hef­ur gefið út yf­ir­lýs­ingu þar sem sagt er að Walz hafi „mis­mælt“ sig.

„Þegar rík­is­stjór­inn var að rök­styðja hvers vegna stríðsvopn ættu aldrei að vera á göt­um úti eða í skóla­stof­um okk­ar, mis­mælti hann sig,“ sagði Lauren Hitt, talsmaður kosn­ingat­eym­is Harris.

J.D. Vance hefur gagnrýnt Walz verulega að undanförnu.
J.D. Vance hef­ur gagn­rýnt Walz veru­lega að und­an­förnu. AFP/​Getty ima­ges/​Em­ily Elcon­in

Hætti fyr­ir brott­för til Íraks

Þetta er þó ekki eina sem re­públi­kan­ar hafa skotið á. Walz hætti í þjóðvarðliðinu í maí árið 2005, tveim­ur mánuðum áður en her­deild hans fékk að vita að hún yrði send á víg­völl­inn í Írak.

Walz var leiðtogi her­deild­ar­inn­ar. Ekki er ljóst ná­kvæm­lega hvenær Walz sendi upp­sagn­ar­bréf sitt til þjóðvarðliðsins en hann hafði skilað inn fram­boðspapp­ír­um fyr­ir þing­kosn­ing­ar í fe­brú­ar sama ár, eða mörg­um mánuðum áður en her­deild­in hans fékk að vita að hún yrði send til Íraks.

Að svo stöddu liggja ekki fyr­ir nein­ar sann­an­ir þess efn­is að Walz hafi tíma­sett brott­för sína frá þjóðvarðliðinu í þeim til­gangi að kom­ast hjá því að vera send­ur til Íraks.

mbl.is