Búið að dæla niður 100 tonnum í Helguvík

Carbfix er með verkefni í Helguvík sem felst í því …
Carbfix er með verkefni í Helguvík sem felst í því að kolefnisfanga 100 tonn af koltvísýringi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Car­bfix er búið að dæla niður um 100 tonn­um af kolt­ví­sýr­ingi í berg­lög í Helgu­vík í Reykja­nes­bæ. Um er að ræða til­rauna­verk­efni sem ber yf­ir­skrift­ina Sæ­berg, en not­ast er við sjáv­ar­vatn frek­ar en ferskvatn til var­an­leg­ar bind­ing­ar í fyrsta sinn.

Þetta seg­ir Ein­ar Magnús Ein­ars­son, verk­efn­is­stjóri Sæ­berg hjá Car­bfix, í sam­tali við mbl.is.

Upp­bygg­ing­ar­fasinn tók meira og minna allt síðasta ár og fyrstu niður­dæl­ing­ar hóf­ust í októ­ber 2023. Verk­efn­inu seinkaði þó smá­veg­is og hóf­ust því reglu­leg­ar niður­dæl­ing­ar í byrj­un árs.

Mæl­ing­ar standa enn yfir

Aðferðin sem Car­bfix not­ar til kol­efn­is­bind­ing­ar felst í því að leysa kol­díoxíð í vatn og dæla því niður í basalt­berg þar sem það stein­renn­ur og binst var­an­lega. Í þessu verk­efni er reynt að sýna fram á að unnt sé að nota sjó í stað ferskvatns, enda myndi það fjölga til muna þeim svæðum þar sem hægt er að beita aðferðinni.

„Staðan hjá okk­ur núna er að við höf­um verið að dæla nokkuð reglu­lega allt þetta ár og höf­um verið að taka mæl­ing­ar, mælipunkta all­an þenn­an tíma,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við:

„Við erum í raun ekki kom­in með nægi­lega mikið af gögn­um til að geta verið kom­in með af­drátt­ar­lausa niður­stöðu.“

Ekk­ert bendi til þess að ekki sé hægt að nota sjó

Spurður hvort að þær mæl­ing­ar sem fyr­ir liggja bendi til þess að hægt sé að nota sjó seg­ir Ein­ar:

„Þær mæl­ing­ar sem hafa verið yf­ir­farn­ar, það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars en að það sé raun­in,“ seg­ir Ein­ar.

Hann seg­ir spurn­ing­una vera frek­ar hvernig, ekki hvort, að þetta virki. Áfram þurfi að mæla hvernig stein­renn­ing­in hag­ar sér öðru­vísi með sjó frek­ar en ferskvatni.

„Al­mennt erum við mjög sátt­ir með verk­efnið,“ seg­ir Ein­ar.

Áður en verk­efnið í Helgu­vík fór af stað hafði verið látið reyna á þessi kenn­ingu – að nota sjó frek­ar en ferskvatn – í til­rauna­stofu og átti það að virka.

Kolt­ví­sýr­ing­ur frá sviss­nesk­um iðnaði

Flutt er inn kolt­ví­sýr­ing­ur frá sviss­nesk­um iðnaði í gám­um land­leiðina til Rotter­dam og þaðan með skip­um til Íslands.

Eng­in loka­dag­setn­ing er á því hvenær verk­efn­inu lýk­ur en það verður að lág­marki út árið.

Ein­ar minn­ir á það að lok­um að ef þess­um kolt­ví­sýr­ingi væri ekki dælt niður þá væri hann ann­ars í and­rúms­loft­inu. 

Sæ­berg er sam­vinnu­verk­efni Car­bfix, ETH í Zurich, Há­skóla Íslands, ÍSOR, há­skól­anna í Genf og Laus­anne og Uni­versity Col­l­e­ge London. Reykja­nes­bær er auk þeirra þátt­tak­andi í verk­efn­inu með því að veita Car­bfix aðstöðu í Helgu­vík.

mbl.is