Myndband: Óvæntur gestur truflaði tónleika Laufeyjar

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina.
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir held­ur áfram að heilla heims­byggðina upp úr skón­um. Það hef­ur verið nóg um að vera hjá tón­list­ar­kon­unni að und­an­förnu, en hún er á tón­leika­ferðalagi um heim­inn um þess­ar mund­ir.

Á dög­un­um lenti Lauf­ey í óvæntu at­viki á tón­leik­um sín­um og deildi því með fylgj­end­um sín­um á sam­fé­lags­miðlum sem eru yfir tíu millj­ón tals­ins þvert á miðla henn­ar. 

Í mynd­bandi sem Lauf­ey birti á TikT­ok-reikn­ingi sín­um sést hún spila lagið Drea­mer af plöt­unni Bewitched, sem hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir í byrj­un árs. Skyndi­lega hætt­ir Lauf­ey að syngja og kipp­ist til. „Guð minn góður, það er bjalla,“ seg­ir Lauf­ey svo og hlær, en hún reyn­ir svo að koma bjöll­unni í burt sem gekk brös­ug­lega til að byrja með. 

At­vikið hef­ur vakið mikla lukku á sam­fé­lags­miðlum, en af mynd­band­inu að dæma virt­ust tón­leika­gest­ir skemmta sér kon­ung­lega og hlógu að at­vik­inu. Lauf­ey vitn­ar svo í texta lags­ins og skrif­ar við mynd­bandið: „Eng­inn mun drepa draumór­ana innra með mér nema þessi bjalla sem réðst á mig í miðju lagi.“

mbl.is