Útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi ein sú minnsta

Makríll mældist á fimm af 43 yfirborðstogstöðvum.
Makríll mældist á fimm af 43 yfirborðstogstöðvum. Ljósmynd/aðsend

Útbreiðsla mak­ríls í ís­lenskri land­helgi er sú minnsta sem mælst hef­ur. Þá mæld­ist mak­ríll á fimm af 43 yf­ir­borðstog­stöðvum sem all­ar nema ein voru staðsett­ar fyr­ir suðaust­an landið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un.

Rann­sókn­ar­skipið Árni Friðriks­son lauk alþjóðleg­um upp­sjáv­ar­vist­kerf­is­leiðangri í Norður­höf­um fyrr í ág­úst og skilaði bráðabirgðaniður­stöðum úr leiðangr­in­um.

Mak­ríll­inn var stór

Mæl­ing­arn­ar hóf­ust sum­arið 2010 en á þrem­ur af þeim fimm stöðvum þar sem mak­ríll mæld­ist veidd­ust ein­ung­is fá­ein­ir fisk­ar en afl­inn var 1.7 tonn og 10.3 tonn á hinum tveim­ur stöðvun­um. Mak­ríll­inn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 550 g.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að líkt og und­an­far­in ár var norsk-ís­lenska vorgots­s­íld að finna á mörg­um tog­stöðvum fyr­ir norðan og aust­an landið. Minna hafi feng­ist af ís­lenskri sum­argots­s­íld á land­grunn­inu fyr­ir sunn­an og vest­an landið þar sem ein­ung­is fá­ein­ir fisk­ar hafi feng­ist á þrem­ur stöðvum. 

mbl.is