Borgarstjóri mætir í Spursmál

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:05
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:05
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri verður gest­ur Stef­áns Ein­ars í Spurs­mál­um á föstu­dag.

Viðtalið ber upp á af­mæli Reykja­vík­ur­borg­ar, sem fagn­ar 238 ára kaupstaðaraf­mæli. Þann dag eru einnig liðnir sjö mánuðir frá því að Ein­ar tók við kefl­inu af Degi B. Eggerts­syni sem gegnt hafði embætti borg­ar­stjóra í ára­tug.

Ein­ar vann stór­sig­ur í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um 2022. Þar hlaut flokk­ur hans, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, 18,7% og fjóra full­trúa. Var það mik­il breyt­ing frá kosn­ing­un­um á und­an þegar flokk­ur­inn hlaut aðeins 3,2% og eng­an full­trúa.

Einar Þorsteinsson tók við embætti borgarstjóra 16. janúar síðastliðinn. Hann …
Ein­ar Þor­steins­son tók við embætti borg­ar­stjóra 16. janú­ar síðastliðinn. Hann er fyrsti fram­sókn­ar­maður­inn í 238 ára sögu borg­ar­inn­ar til þess að leiða hana. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Reisti fall­inn meiri­hluta við

Að kosn­ing­um lokn­um myndaði Ein­ar meiri­hluta í borg­inni ásamt Sam­fylk­ingu, Viðreisn og Pír­öt­um. Samið var um að Dag­ur B. yrði borg­ar­stjóri fyrstu miss­er­in en hafa svo stóla­skipti við Ein­ar og ger­ast formaður borg­ar­ráðs.

Á sama tíma vék VG úr meiri­hlut­an­um eft­ir að hafa fengið einn borg­ar­full­trúa kjör­inn með slétt­um 4% at­kvæða.

Áhersla á breyt­ing­ar

Í kosn­ing­un­um 2022 lagði Ein­ar áherslu á að með stuðningi við Fram­sókn væri fólk að kalla breyt­ing­ar yfir staðnaða höfuðborg.

Í viðtal­inu á föstu­dag mun Stefán Ein­ar ræða við nafna sinn um áhersl­ur flokks­ins, hverju nýr borg­ar­stjóri hef­ur komið til leiðar og hvaða breyt­ing­ar borg­ar­bú­ar muni verða áskynja um á kom­andi miss­er­um eða allt þar til að aft­ur verður gengið að kjör­borðinu árið 2026.

Leggðu orð í belg

Spurs­mál hafa komið sér fyr­ir á face­book og þar geta áhorf­end­ur lagt orð í belg, t.d. komið með til­lög­ur að spurn­ing­um til borg­ar­stjóra í aðdrag­anda þátt­ar­ins.

Hægt er að heim­sækja síðu þátt­ar­ins á sam­fé­lags­miðlin­um með því að smella hér.

Einar Þorsteinsson lofaði breytingum, fengi hann brautargengi í kosningunum árið …
Ein­ar Þor­steins­son lofaði breyt­ing­um, fengi hann braut­ar­gengi í kosn­ing­un­um árið 2022. Eru hjól­in tek­in að snú­ast í borg­inni und­ir hans stjórn? mbl.is/​Jón Pét­ur
mbl.is