Nýr vettvangur Spursmála á facebook

Jón Gnarr var meðal viðmælenda Spursmála á liðnu vori. Hverju …
Jón Gnarr var meðal viðmælenda Spursmála á liðnu vori. Hverju hefðu áhorfendur viljað spyrja hann að, hefði þeim gefist kostur á að leggja orð í belg? mbl.is/Eyþór Árnason

Umræðuþátt­ur­inn Spurs­mál hef­ur haslað sér völl á face­book. Þar geta áhorf­end­ur tekið virk­an þátt í að móta þátt­inn og þær spurn­ing­ar sem lagðar eru fyr­ir viðmæl­end­ur hans.

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, seg­ir að með þessu sé ætl­un­in að virkja áhorf­end­ur til þátt­töku í sam­tal­inu sem Spurs­mál­um er ætlað að halda uppi.

Hægt er að nálg­ast face­book-síðu Spurs­mála hér.

Gríðarlega góðar viðtök­ur

„Við höf­um fengið gríðarlega góðar viðtök­ur við þætt­in­um allt frá því að hann fór í loftið í byrj­un des­em­ber í fyrra. Við höf­um fundið fyr­ir því að fólk hef­ur sterk­ar skoðanir á þætt­in­um sem slík­um en ekki síst efnis­tök­un­um,“ út­skýr­ir hann.

Bend­ir hann á að face­book virki vel til þess að efna til sam­tals með ýms­um hætti. Þar geti fólk brugðist við frétt­um sem verði til upp úr þátt­un­um, sagt álit sitt á þeim eða bætt við umræðuna. Hins veg­ar sé ekki síður mik­il­vægt að geta haft áhrif á þætt­ina áður en þeir fara í loftið.

Stefán Einar stýrir Spursmálum og eru gestir hans frá því …
Stefán Ein­ar stýr­ir Spurs­mál­um og eru gest­ir hans frá því í byrj­un des­em­ber orðnir nærri 100 tals­ins. mbl.isEggert Jó­hann­es­son

Bet­ur sjá augu en auga

„Ég hef lagt á það áherslu að mæta vel und­ir­bú­inn í þætt­ina þannig að viðmæl­end­ur mín­ir fái krefj­andi og um leið sann­gjarn­ar spurn­ing­ar. Það eru hins veg­ar tak­mörk fyr­ir því hversu víða ég get leitað fanga fyr­ir hvern þátt og með þessu erum við í raun að kalla fleiri að borðinu til þess að tryggja að viðtöl­in nýt­ist sem best,“ seg­ir Stefán.

Hann viður­kenn­ir að stund­um hafi gustað um þátt­inn og stjórn­anda hans. Ekki hafi all­ir verið á því að sú stefna sem mörkuð hef­ur verið með þætt­in­um hafi átt rétt á sér.

Of hart fram gengið?

„Auðvitað er það þannig að ein­hverj­um finnst of hart gengið fram og það fer í taug­arn­ar á ein­hverj­um að ég skuli grípa fram í fyr­ir viðmæl­end­um mín­um á stund­um. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að þátt­um sem þess­um er af­mörkuð stund og kraf­an er sú að við fáum grein­argóð og stutt svör, þannig að það fari ekki all­ur tím­inn í að ræða hluti sem alls ekki er verið að spyrja út í. Þess vegna höf­um við þenn­an hátt­inn á, fyrst og fremst af virðingu fyr­ir mark­miðinu sem við höf­um sett okk­ur og þá um leið áhorf­end­um sem eiga heimt­ingu á að fá skýr svör sem ekki er búið að pakka inn í umbúðir sem eng­inn get­ur losað um án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar,“ seg­ir Stefán.

Hvet­ur hann áhorf­end­ur Spurs­mála til þess að fylgja með á face­book-síðu þátt­ar­ins, face­book.com/​spurs­mal, og taka þátt, sjái þeir færi á að leggja orð í belg. 

mbl.is