Spursmál að nýju í loftið á föstudag

Halla Tómasdóttir mætti í Spursmál skömmu fyrir forsetakosningarnar í vor.
Halla Tómasdóttir mætti í Spursmál skömmu fyrir forsetakosningarnar í vor. mbl.is/María Matthíasdóttir

Frétta- og umræðuþátt­ur­inn Spurs­mál fer í loftið á nýj­an leik föstu­dag­inn 16. ág­úst næst­kom­andi. Útsend­ing­in hefst kl. 14.00 á mbl.is, líkt og verið hef­ur og verður þátt­ur­inn í kjöl­farið aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um auk YouTu­be.

Verður þátt­ur­inn á dag­skrá á föstu­dög­um í all­an vet­ur.

Frá því að þættirnir hófu göngu sína hafa um 100 …
Frá því að þætt­irn­ir hófu göngu sína hafa um 100 viðmæl­end­ur mætt á vett­vang og rætt frétt­ir og frétta­mál líðandi stund­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurs­mál hófu göngu sína 1. des­em­ber í fyrra og eru þætt­irn­ir nú orðnir 30 tals­ins. Um­fjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins eru af ýms­um toga en fast­ur liður er að val­in­kunn­ir gest­ir fara yfir helstu frétt­ir vik­unn­ar, bæði hér heima og er­lend­is. Þá er í seinni hluta þátt­ar­ins fjallað um og rætt við fólk um álita­mál sem of­ar­lega eru á baugi hverju sinni.

Stjórn­andi þátt­ar­ins er Stefán Ein­ar Stef­áns­son en viðtöl hans við fram­bjóðend­ur til embætt­is for­seta Íslands vöktu verðskuldaða at­hygli síðastliðið vor.

mbl.is