Aðstoðarmaður Dags fékk sex milljónir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:52
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:52
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Aðstoðarmaður Dags B. Eggerts­son­ar fékk greidd­ar sex millj­ón­ir vegna ótek­ins or­lofs og biðlauna þegar hann lét af embætti í janú­ar. Starfsmaður­inn hafði þá sinnt starfi aðstoðar­manns í tólf mánuði.

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri, er spurður út í þessa ráðstöf­un fjár­muna borg­ar­inn­ar í Spurs­mál­um.

Til­kynnt var um það í lok árs 2022 að Diljá Ragn­ars­dótt­ir, fyrr­um kosn­inga­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík, hefði verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggerts­son­ar. Það var hálfu ári eft­ir að ljóst var að hann léti af embætti borg­ar­stjóra í árs­byrj­un 2024.

Tólf mánaða aðkoma að borg­inni

Tók Diljá til starfa í janú­ar 2023 og gegndi því starfi sínu í tólf mánuði, eða allt til þess tíma er Dag­ur lét af embætti.

Á þeim tíma­punkti var gert upp við Diljá. Naut hún biðlauna í þrjá mánuði og námu þau ásamt launa­tengd­um gjöld­um tæp­um sex millj­ón­um. Þá virðist Diljá ekki hafa tekið frí á þeim tíma sem hún gegndi störf­um fyr­ir Dag því hún fékk greidd­ar 1.574 þúsund krón­ur vegna óupp­gerðs or­lofs að loknu starfi sínu í þágu borg­ar­stjóra.

Ein­ar Þor­steins­son er gest­ur Spurs­mála og sjá má þátt­inn í heild sinni hér. Þar mæta einnig til leiks þau Sig­ríður Á. And­er­sen og Stefán Páls­son og ræða þau frétt­ir vik­unn­ar.

mbl.is