This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fékk greiddar sex milljónir vegna ótekins orlofs og biðlauna þegar hann lét af embætti í janúar. Starfsmaðurinn hafði þá sinnt starfi aðstoðarmanns í tólf mánuði.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, er spurður út í þessa ráðstöfun fjármuna borgarinnar í Spursmálum.
Tilkynnt var um það í lok árs 2022 að Diljá Ragnarsdóttir, fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefði verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar. Það var hálfu ári eftir að ljóst var að hann léti af embætti borgarstjóra í ársbyrjun 2024.
Tók Diljá til starfa í janúar 2023 og gegndi því starfi sínu í tólf mánuði, eða allt til þess tíma er Dagur lét af embætti.
Á þeim tímapunkti var gert upp við Diljá. Naut hún biðlauna í þrjá mánuði og námu þau ásamt launatengdum gjöldum tæpum sex milljónum. Þá virðist Diljá ekki hafa tekið frí á þeim tíma sem hún gegndi störfum fyrir Dag því hún fékk greiddar 1.574 þúsund krónur vegna óuppgerðs orlofs að loknu starfi sínu í þágu borgarstjóra.
Einar Þorsteinsson er gestur Spursmála og sjá má þáttinn í heild sinni hér. Þar mæta einnig til leiks þau Sigríður Á. Andersen og Stefán Pálsson og ræða þau fréttir vikunnar.