Kristrún: Staðan er óboðleg

Kristrún Frostadóttir og Logi Einarsson heimsóttu Litla-Hraun.
Kristrún Frostadóttir og Logi Einarsson heimsóttu Litla-Hraun. Ljósmynd/Samfylking

Sam­fylk­ing­in styður við upp­bygg­ingu nýs fang­elsi á Litla-Hrauni en ráðast þarf í ýms­ar aðrar aðgerðir strax haust. Bæta þarf ör­yggi fanga­varða og fanga eins og til dæm­is með því að bæta þjálf­un og mennt­un fanga­varða. 

„Við vit­um að það er þannig ástand í fang­els­un­um að það þýðir ekki að bíða fram að næstu kosn­ing­um varðandi stefnu­mót­um. Það þarf að ráðast í ákveðin úrræði strax í haust,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Á dög­un­um fór hún ásamt Loga Ein­ars­syni, þing­flokks­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í vett­vangs­ferð á Litla-Hraun og Hólms­heiði en staða fang­els­is­mála hef­ur verið mikið rædd síðustu mánuði. 

„Rekst­ur­inn á fang­els­um er orðinn mjög þung­ur og okk­ur þótti mik­il­vægt að fara og kynna okk­ur aðstæður í per­sónu. Ekki bara að hitta stjórn­end­ur held­ur líka að hitta starfs­fólkið – fólkið á gólf­inu – og þar sem kost­ur var á, líka fanga.”

Kristrún Frostadóttir og Logi Einarsson heimsóttu Hólmsheiði.
Kristrún Frosta­dótt­ir og Logi Ein­ars­son heim­sóttu Hólms­heiði. Ljós­mynd/​Sam­fylk­ing

Staða fang­els­anna óboðleg

Kristrún seg­ir að ör­yggi fanga og fanga­varða sé ekki tryggt og að þá þurfi að tryggja að fanga­verðir geti fengið viðun­andi mennt­un.

Í stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á síðasta ári kom fram að frá því að starf­semi Fanga­varðaskól­ans í fyrri mynd var lögð af árið 2014, stand­ist mennt­un og fræðsla nýrra fanga­varða ekki lög­bundn­ar kröf­ur.

Kom þá fram að mis­brest­ur á gæðum fag­mennt­un­ar í fanga­varðafræðum get­i ógnað ör­yggi fanga­varða, fanga og ann­ars starfs­fólks er við kem­ur fang­els­um.

„Staða fang­els­anna er óboðleg. Í fyrsta lagi þá er ör­yggi ekki tryggt sem er mjög al­var­legt. Það er auðvitað bæði al­var­legt fyr­ir fanga og fanga­verði og það var mjög skýrt í sam­töl­um okk­ar við fanga­verði að þeir upp­lifa – eins og maður heyr­ir reynd­ar víða í al­mannaþjón­ustu en er mjög al­var­legt í þessu til­viki – að þeir geta ekki sinnt sínu starfi al­menni­lega,” seg­ir hún.

Hún nefn­ir að ef ör­yggi sé ekki tryggt þá séu ekki und­ir­stöður til staðar fyr­ir mennt­un og betr­un. Það skapi ákveðinn víta­hring.

Styðja upp­bygg­ingu nýs fang­els­is

Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in styðji við upp­bygg­ingu nýs fang­els­is á Litla-Hrauni en að önn­ur vanda­mál séu til staðar sem krefj­ist úr­bóta strax í haust.

„Það vant­ar aug­ljós­lega að bæta aðbúnað fólks í fang­els­un­um, bara út frá rekstri, strax í dag. Við heyrðum til að mynda mikla umræðu um stöðuna í fanga­varðaskól­an­um og mik­il­vægi þess að fólk fengi full­nægj­andi þjálf­un sem hef­ur ekki verið í boði að und­an­förn­um árum vegna skorts á rekstr­ar­fé.“

Óboðlegt að dóm­ar séu að fyrn­ast

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri sagði í sam­tali við mbl.is í sum­ar að skandi­nav­íska fang­els­is­mód­elið væri í hættu vegna áhrifa skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi og auk­inn­ar hörku. Nefndi hann að það blasti við að föng­um myndi fjölga á næstu árum.

Meðalbiðtími eft­ir afplán­un er eitt ár og 10 mánuðir og á þriðja hundrað manns eru á boðun­arlista til afplán­un­ar fulln­ustu refs­inga.

Kristrún seg­ir al­gjör­lega óboðlegt að dóm­ar vegna al­var­legra brota fyrn­ist vegna langs biðtíma. Hún von­ast til þess að staðan batni með til­komu nýs fang­els­is en seg­ir að það sé langt í það klárist.

Þá hef­ur hún áhyggj­ur af pláss­leysi. Seg­ir hún að það aukna fjár­magn sem hef­ur verið varið í sér­stök verk­efni inn­an lög­gæsl­unn­ar, eins og til dæm­is í kyn­ferðis­brot og auðgun­ar­brot, hafi ekki skilað sér í sam­svar­andi fjár­magni í afplán­un­ina.

„Þannig það er að fjölga kannski dóm­um eða brot­um sem eru að koma upp, en það eru ekki af­leiðing­ar af því vegna þess að brot eru að fyrn­ast,“ seg­ir hún.

Kristrún með fangavörðum á Litla-Hrauni.
Kristrún með fanga­vörðum á Litla-Hrauni. Ljós­mynd/​Sam­fylk­ing

Örygg­is­mál­in í for­gangi

Hún seg­ir að hún­sæðisstaðan hafi meðal ann­ars valdið því að það hef­ur ekki verið pláss né fjár­magn til að sinna full­nægj­andi sál­gæslu og virkniúr­ræðum sem hún seg­ir mik­il­væga liði í skandi­nav­íska fang­els­is­mód­el­inu.

„En ég legg áherslu á það að ör­ygg­is­mál­in eru núm­er eitt, tvö og þrjú á þess­um tíma­punkti myndi ég segja. Það skipt­ir auðvitað máli að leggja áherslu á betr­un­ina og húsa­kost­inn en það er mjög al­var­legt að okk­ar mati að fólk sem starfar í fang­els­un­um upp­lifi sig á ákveðnum tím­um ekki ör­uggt. Þetta skap­ar auðvitað líka hættu fyr­ir fanga,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Þetta er eitt­hvað sem er hægt að laga með betra skipu­lagi, með auknu fjár­magni til að mynda inn í mennta­mál hjá fanga­vörðum og að styrkja fanga­varðanámið, og líka gera þeim kleift að manna þess­ar stofn­an­ir.“

Án aðgerða „verður ekki aft­ur snúið“

Hún seg­ir að fanga­verðir hafi tjáð þeim það að það vanti inn heila kyn­slóð af nýj­um fanga­vörðum. Þetta þurfi að laga meðal ann­ars með því að bæta mennt­un, þjálf­un og ör­yggi fanga­varða.

„Staðan sem er upp kom­in í dag, hvað þetta varðar, er þess eðlis að eft­ir ein­hvern tíma þá verður ekki aft­ur snúið. Það er okk­ar skoðun að við get­um ekki þolað fjög­ur ár í viðbót af þessu skipu­lagi, það þarf eitt­hvað að ger­ast núna á þessu ári þrátt fyr­ir að við séum að fara inn í kosn­ing­ar.“

Kristrún og Logi með fangaverði og yfirstjórn á Hólmsheiði.
Kristrún og Logi með fanga­verði og yf­ir­stjórn á Hólms­heiði. Ljós­mynd/​Sam­fylk­ing

Eðli­legt að fjölga fang­els­ispláss­um

Þarf ekki að fjölga fang­els­um til lengri tíma litið?

„Það er auðvitað ekki óeðli­legt að því sem þjóðinni fjölg­ar að því fylgi fleiri fang­els­ispláss,“ svar­ar Kristrún.

Hún nefn­ir að fjölg­un­in stafi líka af aukn­um gæðum í lög­gæslu. Þegar verið sé að styrkja ákveðin verk­efni þá komi upp sú staða að það eru fleiri ein­stak­ling­ar sem bíða afplán­un­ar.

„Ég held að það sé gíf­ur­lega mik­il­vægt horf­ast í augu við það að það þarf að fjölga fang­els­ispláss­um, vegna þess að eins og sak­ir standa mjög lítið sem get­ur komið upp á. Það er ekki hægt að vera með fulla nýt­ingu alls staðar í þess­um fang­els­um. Síðan eru auðvitað bara mis­mun­andi ein­stak­ling­ar sem um ræðir,“ seg­ir hún og nefn­ir sér­stak­lega stöðu kven­kyns fanga sem geta ekki verið í sömu vist­un og karl­menn.

Brýnt að ráðast í aðgerðir strax

Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in muni beita sér fyr­ir því að tekið verði á þess­um mál­um í næstu fjár­lög­um.

„Það er ekki nóg að segj­ast ætla byggja nýtt fang­elsi á næsta kjör­tíma­bili, það þarf eitt­hvað að ger­ast núna.“

mbl.is