Börnum og starfsfólki var stefnt í hættu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fólk er í hættu inn­an bygg­inga þar sem burðarþol er ófull­nægj­andi. Þetta seg­ir Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri. Því hafi hann látið rýma leik­skól­ann Brákar­borg. Hann er gagn­rýn­inn á fram­kvæmd­ina.

    Dýr fram­kvæmd og gagn­rýni­verð

    Ein­ar er gest­ur Spurs­mála og þar er hann meðal ann­ars spurður út í mál­efni leik­skól­ans sem Reykja­vík­ur­borg setti á fót með kostnaði upp á 2,3 millj­arða króna. Var það gert með upp­kaup­um á gömlu og hrör­legu húsi, upp­gerð þess og end­ur­bót­um. Í ljós er komið að torfþak og gríðarlegt efn­is­magn sem mokað var á þakið var með því móti að vegg­ir húss­ins stand­ast ekki þunga þess.

    Tvær skýrsl­ur

    Voru börn­in á þess­um leik­skóla á ein­hverj­um tíma í hættu?

    „Ég fékk upp­lýs­ing­ar um þetta í sum­ar og mitt viðbragð var að kalla alla heim úr sum­ar­fríi því ég sá að ef burðarþol er ekki í lagi þá er fólk í hættu. Ég lít svo á. Það komu þarna tvær verk­fræðiskýrsl­ur sem sýndu að burðarþolið var ekki í lagi.“

    Er gengið á Ein­ar í viðtal­inu og seg­ist hann þrátt fyr­ir þetta svar ekki geta full­yrt að börn eða starfs­fólk hafi verið í hættu. Hins veg­ar verði að líta til þess að bygg­ing­ar af þessu tagi eigi að geta staðið af sér jarðskjálfta og að niður­stöður sér­fræðinga séu þær að end­ur­bæta þurfi burðarþol húss­ins til þess að það telj­ist í viðeig­andi ástandi.

    Einar Þorsteinsson er gestur Spursmála. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra …
    Ein­ar Þor­steins­son er gest­ur Spurs­mála. Hann hef­ur gegnt embætti borg­ar­stjóra í sjö mánuði. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve Mo­gens­son

    Stenst ekki kröf­ur

    „Ég myndi ekki samþykkja að fara í svona aðgerð. Að kaupa gam­alt hús á háa fjár­hæð og eyða svo mikl­um fjár­mun­um í að gera það upp. Skól­inn er fal­leg­ur núna en hann stenst því miður ekki þær kröf­ur sem við ger­um til bygg­ing­anna,“ seg­ir Ein­ar.

    Viðtalið við Ein­ar má sjá og heyra í heild sinni hér. Það er einnig aðgengi­legt á Spotify og Youtu­be.

    mbl.is