Erfitt að forðast auglýsingar í Pennsylvaníu

Forsetakosningar vestanhafs kosta sitt.
Forsetakosningar vestanhafs kosta sitt. AFP

Hátt í 27 millj­örðum króna hef­ur verið varið í póli­tísk­ar aug­lýs­ing­ar fyr­ir Kamölu Harris og Don­ald Trump frá því að Harris fór í for­setafram­boð 21. júlí. Þar af hef­ur rúm­lega 15 millj­örðum króna verið varið í sjö sveiflu­ríki.

Wall Street Journal hef­ur tekið sam­an hvað fram­boð Trumps og Harris, ásamt póli­tísk­um aðgerðar­nefnd­um hliðholl­um þeim, hafa eytt miklu í fram­boðsaug­lýs­ing­ar síðan 22. júlí.

Síðan 22. júlí hef­ur verið varið alls 192 millj­ón­um doll­ara í fram­boðsaug­lýs­ing­ar fyr­ir báða fram­bjóðend­ur á landsvísu. Hvar aug­lýs­ing­arn­ar birt­ast segja okk­ur þó heil­mikið um það hvaða ríki fram­boðin telja mik­il­væg­ust.

Yfir 40 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í Penn­sylvan­íu 

Í sveiflu­ríkj­un­um sjö er búið að verja 110 millj­ón­um doll­ara í póli­tísk­ar aug­lýs­ing­ar fyr­ir Harris og Trump og þar af er nokkuð ljóst að Penn­sylvan­ía er mik­il­væg­asta ríkið.

Harris og banda­menn henn­ar hafa eytt 21,2 millj­ón­um doll­ara, tæp­lega þrem­ur millj­örðum króna, í aug­lýs­ing­ar Penn­sylvan­íu á sama tíma og Trump og banda­menn hans hafa eytt 20,9 millj­ón­um doll­ara í rík­inu.

Þetta er ekki af ástæðulausu. Af sveiflu­ríkj­un­um þá er Penn­sylvan­ía með flesta kjör­menn og gæti reynst veru­lega erfitt að vinna kosn­ing­arn­ar án þess að sigra Penn­sylvan­íu. Þau sem búa í rík­inu og horf­ir á sjón­varpið er nær ómögu­legt að forðast póli­tísk­ar aug­lýs­ing­ar.

Útgjöld­in munu aukast þegar nær dreg­ur

Þar á eft­ir kem­ur Georgíu-ríki þar sem Trump og banda­menn hans hafa varið 10,9 millj­ón­um doll­ara í aug­lýs­ing­ar á sama tíma og Harris og Banda­menn henn­ar hafa varið 6,9 millj­ón­um doll­ara. 

Fyrstu aug­lýs­ing­arn­ar frá Harris og banda­mönn­um henn­ar hafa aðallega beinst að því að kynna hana bet­ur fyr­ir kjós­end­um og sýna hana í nýju ljósi í and­stöðu við Trump.

Á sama tíma hafa Trump og banda­menn hans reynt að varpa nei­kvæðu ljósi á Harris.

Þessi miklu út­gjöld eru eng­in ný­lunda vest­an­hafs og eiga bara eft­ir að aukast þegar nær dreg­ur kosn­ing­um.

mbl.is