Segir ljóst að Samfylkingin fylgist ekki nógu vel með

Guðrún segir að mikið hafi verið gert í málaflokknum að …
Guðrún segir að mikið hafi verið gert í málaflokknum að undanförnu. Samsett mynd/Kristinn

Dóms­málaráðherra seg­ir ánægju­legt að Sam­fylk­ing­in sé far­in að sýna áhuga fang­els­is­mál­um en seg­ir það koma sér á óvart að Sam­fylk­ing­in virðist „ekk­ert hafa tekið eft­ir því sem er í gangi í mála­flokkn­um“.

„Ég vil auðvitað fagna áhuga Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á þess­um mála­flokki, sér­stak­lega þar sem þetta er mála­flokk­ur sem er eitt af mín­um áherslu­mál­um í embætti,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is.

Á dög­un­um fór Kristrún Frosta­dótt­ir í vett­vangs­ferð í þrjú fang­elsi og í kjöl­farið sagði hún að ráðast þyrfti í bráðaaðgerðir strax í haust til að bæta mönn­un, þjálf­un og aðbúnað starfs­fólks.

Guðrún seg­ir ljóst að Sam­fylk­ing­in hafi ekki verið að fylgj­ast nógu vel með að und­an­förnu. 

Stefnu­mót­un þegar haf­in

Í viðtali við mbl.is sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að það væri ekki hægt að bíða fram að næstu kosn­ing­um varðandi stefnu­mót­un í mála­flokkn­um.

„Það er alla­vega sér­stakt að heyra formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tala um það að það sé ekki hægt að bíða eft­ir næstu kosn­ing­um eft­ir stefnu­mót­un í mála­flokkn­um. Ég er al­veg sam­mála því enda erum við ekki að bíða eft­ir því,“ seg­ir Guðrún.

Hún nefn­ir að stefnu­mót­un sé þegar í gangi og að starfs­hóp­ur sé að störf­um sem end­ur­skoði allt fulln­ustu­kerfið. Hóp­ur­inn muni skila niður­stöðum af þeirri vinnu síðar í haust.

„Og ég vænti mjög mik­ils af því,“ seg­ir Guðrún.

20 manns í fanga­varðar­námi

Þá nefndi Kristrún við mbl.is að tryggja þyrfti ör­yggi fanga­varða og fanga eins og með því að bæta mennt­un. Guðrún nefn­ir að um ára­mót­in hafi fanga­varðanám haf­ist á ný eft­ir að hafa ekki verið í boði nokk­ur ár.

„Við erum að tryggja aukna mennt­un fanga­varða og erum að setja í það 80 millj­ón­ir. Núna eru 20 ein­stak­ling­ar í fanga­varðar­námi, sem ekki hafði verið kennt í nokk­ur ár. Fanga­varðarskól­inn tók til starfa um síðust ára­mót og það eru 20 nem­end­ur í skól­an­um núna og við mun­um taka 20 inn í skól­ann um næstu ára­mót,“ seg­ir Guðrún.

Með bættri mennt­un sé ör­yggi fanga­varða og fanga tryggt bet­ur, seg­ir Guðrún.

Stefn­ir á að kynna drög­in seinna á ár­inu

Guðrún minn­ist þess að henni hafi brugðið á síðasta ári þegar hún skoðaði húsa­kost­inn á Litla-Hrauni. Ástandið hafi verið slíkt að erfitt væri að tryggja ör­yggi starfs­manna, fanga og sömu­leiðis væri aðstæður fyr­ir aðstand­end­ur fanga bág­born­ar.

„Þess vegna tók ég ákvörðun um það að byggja nýtt fang­elsi og við ætl­um að byggja hratt núna á næstu árum,“ seg­ir Guðrún og bæt­ir því við að verið sé að hanna fang­elsið og stefn­ir hún að því að kynna drög­in síðar á ár­inu.

Þá nefn­ir hún að búið sé að setja aukið fjár­magn í að byggja nýja ein­ingu við fang­elsið að Sogni sem er ætluð kven­föng­um.

„Mjög mikið í gangi í mála­flokkn­um“

„Við erum að end­ur­meta fulln­ustu­kerfið, við erum með meiri mennt­un í gangi og við erum að bæta aðstöðu kven­fanga. Við höf­um verið að tryggja líka aðstöðu þeirra þjón­ustuaðila og þá erum við aðallega að tala um heil­brigðis­starfs­fólk eins og geðlækna, hjúkr­un­ar­fræðinga og aðra. Þau erum kom­in í betri aðstæður á Litla-Hrauni en verið hef­ur. Þannig það er mjög mikið í gangi í mála­flokkn­um.“

Guðrún seg­ir að sér þyki sér­stakt að Kristrún skuli tala með þeim hætti eins og ekk­ert hafi verið gert í þess­um mála­flokki.

„Það kem­ur mér spánskt fyr­ir sjón­ir að þau virðast ekk­ert hafa tekið eft­ir því sem er í gangi í mála­flokkn­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina