Meðalaldur við inntöku liggur ekki fyrir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri, seg­ir að ekki liggi fyr­ir hver meðal­ald­ur barna sé við inn­göngu í leik­skóla nú í haust. Þó sé borg­in með virka upp­lýs­inga­gjöf gegn­um svo­kallaðan leik­skóla­reikni.

    Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali í Spurs­mál­um sem aðgengi­legt er á mbl.is.

    Orðaskipt­in um stöðu leik­skóla­mála í borg­inni má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Upp­lýs­inga­gjöf sem gagn­ast vel

    „Ég held reynd­ar að borg­in sé lík­lega með bestu upp­lýs­inga­gjöf­ina þegar kem­ur að þessu stóra verk­efni að út­hluta börn­um leik­skóla­plássi. Við opnuðum þarna sta­f­rænt form, leik­skóla­reikn­inn, sem á að svara þessu. Hann leys­ir ekki leik­skóla­vand­ann, en hann veit­ir upp­lýs­ing­ar og ég heyri það frá for­eldr­um úr öðrum sveit­ar­fé­lög­um, meðal ann­ars þínu sveit­ar­fé­lagi í Garðabæ, að þetta er að gagn­ast mjög vel, að þau eru að skoða, bíddu hérna er leik­skóli, svona eru marg­ir með þenn­an skóla í fyrsta vali og annað val.

    En fólk skort­ir al­gjöra yf­ir­sýn, fólk skort­ir yf­ir­sýn.

    „Já en við erum að setja upp­lýs­ing­arn­ar á vef­inn þannig að fólk þurfi ekki að vera að hringja niður í Reykja­vík­ur­borg og spyrja, og þar er ein­hver mann­eskja sem flett­ir upp í excel-skjali og skoðar ein­hverja leik­skóla, langt sím­tal og erfitt að ná inn og svona, þetta er búið.

    Hver er meðal­ald­ur barna þegar þau eru að kom­ast inn á leik­skóla í Reykja­vík? Ég held að þetta séu gögn sem fólk teldi nauðsyn­legt að hafa við hönd­ina?

    „Já, meðal­ald­ur, þetta er svona leik­ur sem flokk­arn­ir í minni­hlut­an­um, þetta er kannski svo­lítið nýtt fyr­ir mann sem...“

    Þetta er ekki leik­ur.

    „Jú þetta er ákveðinn póli­tísk­ur leik­ur að miða við meðal­töl­in því að ég hef tekið eft­ir því að koll­eg­ar mín­ir í borg­ar­stjórn spyrja alltaf á ákveðnum tíma á vor­in, rétt áður en út­hlut­un­in fer fram...“

    Nú er ég bara að spyrja hér.

    „Já ég veit það, en þá birt­ast ein­hverj­ar töl­ur.“

    En fólk er að eign­ast börn og það er að reyna að átta sig á hvenær það get­ur gert ráð fyr­ir að koma barn­inu inn á leik­skóla og vand­inn er sá, eins og þú þekk­ir að fólk klár­ar fæðing­ar­or­lof og öll rétt­indi í þeim efn­um og þarf enn að brúa, jafn­vel eitt ár í mjög mörg­um til­vik­um, og þess vegna er þetta töl­fræði sem skipt­ir mjög miklu máli bara til þess að fólk átti sig á því hvar það stend­ur.

    Loka þurfti leikskólahúsnæðinu vegna galla við hönnun eða byggingu skólans. …
    Loka þurfti leik­skóla­hús­næðinu vegna galla við hönn­un eða bygg­ingu skól­ans. Álag af steypu og torfi og þaki leik­skól­ans reynd­ist of mikið og leggj­ast þarf í fram­kvæmd­ir vegna skemmda. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

    Búa til óánægju

    „Já, já. Til þess er leik­skóla­reikn­ir­inn til þess að...“

    Þess vegna er þetta ekki leik­ur.

    „Eitt við það að koma nýr inn í borg­ar­mál­in er að finna það á eig­in skinni hvernig sum­ir stjórn­mála­menn leika sér að því að ýkja vand­ann, búa til óánægju, búa til ein­hvern­veg­in stuðnings­menn fyr­ir sinn flokk til þess að róa á ótta for­eldra.“

    Þetta er bara eðli stjórn­mál­anna. Ég er ekki að spyrja hér fyr­ir hönd ein­hverra flokka.

    „Ég verð að segja að mér leiðist það eðli stjórn­mál­anna. ÉG er bara í því að reyna að leysa leik­skóla­vand­ann. Við erum með póli­tíska for­ystu fyr­ir því að for­gangsraða fjár­magni í upp­bygg­ingu leik­skóla­kerf­is­ins. Það hafa verið tekn­ar ákv­arðanir á und­an­förn­um árum um að fara í stór­fellt viðhaldsátak sem hef­ur fækkað pláss­um tíma­bundið. Núna eru 350 pláss úti vegna þess að það er verið að gera við gamla leik­skóla sem eru ekki heil­næm­ir vegna raka og myglu­vanda­mála.“

    En þetta svar­ar ekki spurn­ing­unni Ein­ar. En ég er með spurn­ingu um það hversu göm­ul börn­in eru þegar þau kom­ast inn á leik­skóla. Það eru for­eldr­ar ungra barna...

    „Já ég er ekki með þær upp­lýs­ing­ar. Ekki frek­ar en önn­ur sveit­ar­fé­lög sem eru núna akkúrat á þess­um mánuðum núna...“

    Flókið mál í meira lagi

    Þú bend­ir bara á ein­hverja aðra. Af hverju get­ur Helgi Gríms­son með þenn­an her starfs­manna á skóla- og frí­stunda­sviði ekki svarað því?

    „Ég skal svara því. Ástæðan er sú að núna er verið að ráða inn á leik­skól­ana. Það er gert eft­ir sum­ar­vinn­una hjá skóla­fólki og sum­ir fara inn í starf­semi borg­ar­inn­ar, leik­skól­ana og aðra starf­semi.“

    Það er verið að ráða og reka fólk allt árið um kring, aðallega að ráða það.

    „Já, en þetta er bara verklagið hjá okk­ur og öðrum sveit­ar­fé­lög­um.“

    En þarf ekki þá að breyta því fyrst þið hafið enga yf­ir­sýn?

    „Ef þú get­ur barið í pípu­hatt og töfrað upp leik­skóla­kenn­ara þá ert þú bara ráðinn hér í þessu viðtali. Það er bara ekki þannig. Mín til­finn­ing er sú að við gæt­um byggt 100 leik­skóla, eða 200 leik­skóla í dag en það myndi ekki leysa leik­skóla­vand­ann. og þetta er þetta flókna eðli þessa þjón­ustuþátt­ar í starf­semi borg­ar­inn­ar, okk­ur vant­ar starfs­fólk. Og það gladdi mig mjög að sjá það núna ný­lega í yf­ir­lýs­ingu hins op­in­bera þar sem ríkið og sveit­ar­fé­lög­in lýstu því yfir í aðdrag­anda kjara­samn­inga að þau ætluðu að end­ur­skoða lagaum­gjörð leik­skóla­stigs­ins, með það að mark­miði að brúa sam­an bilið því þetta er verk­efni okk­ar sem sam­fé­lags. Sveit­ar­fé­lög­in eiga erfitt með að ráða við þetta þegar það vant­ar starfs­fólk, en auðvitað vant­ar alltaf fjár­magn...“

    Lofaði aldrei 12 mánaða inn

    En Dag­ur B. Eggerts­son og meiri­hlut­inn, all­ir flokk­arn­ir voru að lofa því að leysa þenn­an vanda kviss, bang, búmm.

    „Já, ég er rosa­lega feg­inn því að hafa ekki lofað því að taka inn 12 mánaða göm­ul börn inn á leik­skól­ana, því ég hef setið í þínu sæti og spurt stjórn­mála­menn þess­ara ná­kvæm­lega sömu spurn­inga.“

    En þú veist ekki hvort þú ert að taka inn 12 mánaða börn eða eitt­hvað annað því þið hafið ekki yf­ir­sýn yfir það.

    „Jú, jú, við vit­um að við erum ekki að taka inn 12 mánaða börn. Þess vegna lofaði ég því ekki fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Ég sagði bara við for­eldra, reglu­arn­ar kveða á um að 18 mánaða börn eigi að vera kom­in inn. ÉG treysti mér til að standa við það en ég ætla ekki að lofa því að 12 mánaða börn fari inn því ég gef ekki lof­orð sem ég get ekki staðið við.“

    En finnst þér ásætt­an­legt að emb­ætt­is­menn­irn­ir þínir geti ekki svarað þessu? Ef ég væri að reka fyr­ir­tæki og væri for­stjóri og fram­kvæmda­stjór­arn­ir mín­ir gætu ekki svarað því hvaða þjón­ustu væri verið að veita eða hvernig hún kæmi út þá væri mér nú ekki al­veg sama.

    „Já, allt er þetta spurn­ing um á hvaða tíma­punkti þú spyrð. Í sept­em­ber, þegar við erum kom­in með starfs­fólkið inn og börn­in inn á leik­skól­ana þá sjá­um við hversu mörg þriggja og fjög­urra ára göm­ul börn eru að flytja sig á milli og hversu marg­ir eru að koma úr öðrum skól­um... “

    Ráða fólk árið um kring

    En ertu að segja mér að skóla- og frí­stunda­svið ráði enga inn eft­ir ág­úst­mánuð?

    „Þau eru að ráða all­an árs­ins hring.“

    En þá hlýt­ur þetta að vera fljót­andi.

    „En stóra ráðning­ar­tíma­bilið er á þess­um tíma árs­ins og þetta er bara svona hjá Reykja­vík­ur­borg og öll­um öðrum sveit­ar­fé­lög­um. “

    Og þið ætlið ekki að breyta því.

    „Ég skil vel að þetta sé flókið en svona er það. En við erum stans­laust að reyna...“

    En mér finnst þetta ekki flókið, sá er mun­ur­inn.

    „En kannski vant­ar aðeins meiri upp­lýs­ing­ar hjá þér til að skilja það hvernig þetta geng­ur fyr­ir sig.“

    Ég er að biðja um þær.

    „Bottom line er þetta. Við for­gangs­röðum fjár­magni í leik­skóla­mál­in, bæði í upp­bygg­ingu hús­næðis­ins, í viðhalda á því, að ráða inn starfs­fólkið, að beita nýj­ustu og öll­um aðferðum sem við get­um til að fjölga pláss­um en tryggja góða mennt­un.“

    Einar Þorsteinsson mætir í settið hjá Stefáni Einari í Hádegismóum.
    Ein­ar Þor­steins­son mæt­ir í settið hjá Stefáni Ein­ari í Há­deg­is­mó­um. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve Mo­gens­son

    Kostnaðarþátt­tak­an minnkað

    En ekk­ert virk­ar.

    „Jú, það virk­ar og við erum að vaxa og við erum að fjölga leik­skól­um á hverju ein­asta ári. Og það má ekki gleyma því að þetta er ekki lög­bund­in þjón­usta og við höf­um séð kostnaðarþátt­töku for­eldra fara úr 30% fyr­ir 20 árum niður fyr­ir 10% núna.“

    En það er önn­ur póli­tísk umræða.

    „Já en hún hlýt­ur að vera hluti af því hvað það er sem skipt­ir okk­ur sem sam­fé­lag. Ég fór nú á viðskiptaþing um dag­inn og ég spurði sal­inn, stút­full­an af fólki í jakka­föt­um, hver er ykk­ar sam­fé­lags­lega ábyrgð? “

    Vill einkaaðila í leik­skóla­mál­in

    Viltu meiri sam­keppni, viltu einkaaðila að borðinu?

    „Að sjálf­sögðu. Mín per­sónu­lega skoðun er sú.“

    Meiri­hlut­inn vill það ekki.

    „Jú, ég held að það sé al­veg svig­rúm fyr­ir það. Að styrkja dag­for­eldra­kerfið, að fá fyr­ir­tæk­in í land­inu til að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð með því að styðja við rekst­ur sjálf­stætt rek­inna skóla og út­vega hús­næði. Koma með nýj­ar hug­mynd­ir. Að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð er ekki bara að kaupa aug­lýs­ingu á ís­lenska landsliðsbún­ing­inn fyr­ir EM. Takið þátt í því með sam­fé­lög­un­um...“

    Þetta er áeggj­an til þeirra.

    Viðtalið við Ein­ar Þor­steins­son má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan.

    Leikskólamál hafa lengi verið í ólestri hjá Reykjavíkurborg.
    Leik­skóla­mál hafa lengi verið í ólestri hjá Reykja­vík­ur­borg. mbl.isEggert Jó­hann­es­son
    mbl.is